Fylgist með síðunni 😊 Daglega koma nýir tímar inn
Ef þú vilt eiga minningu um eftirminnilegann hitting er Gusa málið 🤗
Þar sem fataþemaið er sundföt og náttsloppur, einfallt og gott 🩱 🩳
Hópefli, Afmæli, ársárártíð, vorfögnuður, saumaklúbbur, vina gusa, gæsa, steggja , jóla-,páska-, nýjárs gusa og svo má lengi telja
Einka Gusu stund er einn og hálfur tími en vara áhrif og góð minning miklu lengur 👣🥰
Verðið er 60.000.- og komast 18 að í gusu 🪑🪑🪑
Rúmt pláss , hver og einn hefur bæði efra og neðra sætið til að velja sér 🙌
Skráning á fb. messenger - á Facebooki síðunni Sánagús í Sækoti 🏠

Hópiðkun þar sem hita, kulda, ilmi og tónlist er blandað saman eftir kúnstarinnar reglum.
Gusa flokkast sem íþrótt og er líkamlegi og andlegi ávinningurinn er mikill, enda ein af ástæðum þess að
Í sánunni er farið í aðra vídd í töfrablöndu, fólk smýgur inn í hita kulda tónlist ilm samveru átak og slökun Þetta er þín reisa og engin keppni hver getur haft lengst við í kulda eða hita.
Gusumeistarinn heldur utan um dagskrána, tíma og hitastig á meðan iðkendur leyfa hitanum dekra við sig undir ljúfri golu sem mynduð er með handklæði eða blævængi sem er verkfæri gusumeistarans
Hver gusumeistari er með sína nálgun en allir styðjast við þrjár kortérs langar lotur í sánunni.
Gusumeistarar





Sækot er nýlega innréttuð sána í grásleppuskúr á Ægisíðunni í Grímstaðavörinni.
Nafnið Sækot er tilkomið vegna grásleppukarlana sem nefndu þennan fallega beitiskúr Sækot.
Í Grímstaðavörinni við Ægisíðu er einstök aðstaða til þess að taka sjódýfu eða njóta náttúrunnar í svalandi andvara.
Með sjósundsiðju og sánuaðstæðu er nú verið að skapa nýja sögu sem hefur lífgað svæðið upp. Kjöraðstæður í fallegri náttúrunni með kuldann sem er svo kærkominn í þessu heita – kalda kombói.

Mynd af púlsi Gusara í Gusu 🔥🔥🔥❄️❄️❄️
👈 Segir meira en mörg orð 😊
🌱🌱🌱🔥🔥💦🌬❄️❄️
Púlsinn nær hæstu hæðum í lotunum þremur 🔥🔥🔥
Púlsinn lækkar þegar þú ert búin að mastera það að treysta kuldanum ❄️❄️❄️ (Allir geta lært það)
Þess vegna jafnast Gusutími á við góðann líkamsræktar æfingu 💪
Þegar Púls sem hækkar hratt og lækkar
Leysir það úr læðingi mikilvægu boðefnin
Endorfin , Dopamin og Serotonin 🌱🌱🌱
Oxitócin hamingju hormónið myndast í góðri samveru, ilmi og kunnuglegri tónlist 🥰🌸🎶
Þess vegna varir Sælutilfinningin á eftir Gusu lengi og svefnin verður einstaklega vær 😴
Margur segir að Sánu/Gusu ástundun er allra meina bót 💪💪💪
Þú getur Googl´að er Sauna Benefits Research , bætt við ...... ef það er eitthvað sem hrjáir þig 🌱🌱🌱
Kannski er Gusustund þá málið 🔥
Í Gusumeistara-náminu er Fræjum plantað hjá upprennandi gusumeisturum 🌱 🌱 🌱
Þú kynnist töfraheimi gusunnar í gegnum hlutverk gusumeistarans og lærir mikilvægan grunn til að leiða góða gusu 👌
Gusumeistaranám er endurnærandi námskeið þar sem þú lærir samhliða því að njóta.
Að vera Gusumeistari eru í ótal horn að líta og eru ákveðin grunnatriði sem eru mikilvæg að læra til í framhaldi að geta boðið upp á góða leiðsögn í gusutíma 🔥
Um kennarann
- 2024 þróaði Vala Baldursdóttir íslenskt Gusumeistaranám að danskri fyrirmynd 🇩🇰
- 2020 byrjaði Vala að Gusa í Danmörku sem iðkandi og kolféll fyrir þessari gefandi iðju 🙃
- 2020 um haustið kynntist hún þáverandi Danmörku meistaranum í Saunagus og hóf að læra það að vera "Gusmester" bóklegi hlutinn og að leiða gusur 🌿
- 2021 til 2024 Gusaði Vala í Fargufunni góðu hjá Hafdísi og var það dýrmæt reynsla á tímum sem Íslendingar hafa verið að uppgötva snildina 🇮🇸
- 2022 stofnaði Vala Arctic Saunagus á Grænlandi með tveimur Grænlenskum konum Christina og Tukummeq - Grænlendingar einnig heppnir að vera með kuldann sem er svo kærkominn í iðjunni ❄️🇬🇱
Það má með sanni segja að Íslendingar hafi mótað sína eigin Gusumenningu og með okkar kærkomna kulda fær Gusan að mörgu leiti aðra merkingu en í heitari löndum - má nefna að Gusu iðjan "Aufguss" er stundað um allan heim 🌏
Á námskeiðinu verður farið yfir - hver munurinn er á Gusum hérlendis og erlendis ❤️
Gusumeistarar



